<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 26, 2004

Af heimasíðu Íþróttaálfsins, 28. des. 2003.

"Í gær hélt Smíðaklúbburinn Naglinn eina af sínum víðfrægu samkundum og var gestgjafahlutverkið í mínum höndum að þessu sinni. Þessi boð hafa oftast nær verið æði skrautleg en gærkveldið var þó væntanlega það rólegasta hingað þrátt fyrir ansi mikla drykkju. Menn komu saman og snæddu kvöldverð saman í góðu yfirlæti þar sem rauð og hvítvín frá Ástralíu var við hönd. Það var sérstaklega valið þar sem hluti ágóða af sölu þess fer til hjálpar villtum kóalabjörnum í Ástralíu, gott framtak þar á ferð. Eftir mat fór fram ansi skemmtileg bjórkynning á belgísku öli. Báðar tegundirnar Primus og Orval voru afar sérkennilegar og ólíkar. Primusinn var ekkert sérstakur á leiðinni niður en ropinn var afbragð. Orvalinn var allskrítinn að flestu leyti, hann leit út eins og þvag í glasi, var frekar þykkur en sæmilegur á bragðið. Myndi ekki mæla með þessum bjórum en þeir vissulega slá út austurrísku bjórana Duckstein og Stiegel sem kynntir voru fyrr á þessu ári. Eftir sem líða fór á kveldið fór að glitta á gömlum siðum manna þ.e.a.s [ritskoðað] með meiru fór að klæða mann og annan úr buxum þar á meðal sjálfan sig. Hann ásamt þeim Magnúsi og Arnari tóku sig saman og stofnuðu tríó þar sem óvenjulegur en skemmtilegur söngur var í fyrirrúmi, allavega á meðan að [ritskoðað] og Arnar héldum sig í buxunum. Þetta kvöld var sem sagt hin mesta skemmtun, skrýtið en hefðbundið."

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Lestur dánarfregna og jarðarfara ...

.. heimasíða Smíðaklúbbsins, að heimilis á vef blogspot.com, andaðist á betrunarhælinu við Gvendarlæk þann 11. ágúst síðastliðin. Skilur hún eftir sig fjölmarga sorgmædda afkomendur og aðra tugi dyggra aðdáenda. Útförin fer fram í kyrrþey yfir jólahátíðirnar. Kransar og aðrar skreytingar eru vinsamlegast afþakkaðar, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á upprisu hennar frá dauðum þegar smiðir klúbbsins sjá að sér, þá mun hún koma endurnærð til lífs og leiks, og láta ásjónu sína lýsa yfir oss.

Aðstandendur.

mánudagur, ágúst 11, 2003

Skipað hefur verið embætti innan Smíðaklúbbsins samkvæmt meðfylgjandi deiliskipulagi:

Formaður - Úlf Viðar Níelsson
Skal hafa yfirumsjón með verkefnum annarra embætta og vera drifkraftur framkvæmda svo menn húki ekki einir í horni með smokk í annarri og klósettpappír í hinni. Formaður telst þannig ábyrgur fyrir reglubundnum samkomum og góðu félagslífi innan klúbbsins.

Ritari - Arnar Þór Stefánsson
Skal vera hægri hönd formanns og leysa formann af í fjarveru hans. Skal ennfremur skrá niður það helsta sem ber upp á hverjum fundi og setja það á heimasíðu félagsins eins og nú þegar er fordæmi fyrir. Hans fyrsta verk skal því vera að skrásetja atburði síðastliðinar helgar. Einnig er þess óskað að fyrsti ritari félagsins skrái lög félagsins og ber þau undir félagsmenn á næstu samkomu Smíðaklúbsins.

Gjaldkeri - Magnús Guðjónsson
Skal sjá um sameiginlegan fjárhag félagsmanna. Eftir erfiðan rekstur er fjárhagstaða félagsins nú í núlli og skal gjaldkeri byggja fjármagnsstofninn með langtímamarkmið í huga. Hugmynd um sameiginlegan fjárhag er mánaðarleg greiðsla í sjóðinn og svo ferð til fjarlægra landa eftir 3-4 ár. Viðskiptamenntun ekki nauðsynleg, en þó skal gjaldkeri hafa vott af áhættufælni í meðferð fjármuna félagsmanna.

Sumarferðarnefnd - Snorri Laxdal Karlsson og Karl Elinías Kristjánsson
Þessi nefnd skal vera skipuð tveimur einstaklingum sem munu skipuleggja árlega sumarferð félagsins, en í þeirri ferð skulu makar og aðrir fylgifiskar vera sérstaklega velkomnir.

Aðalfundarnefnd - Kristinn Svanur Jónsson
Þessa nefnd skal skipa einn einstaklingur. Hann skal sjá um afþreyingu á aðalfundi félagsins (annál, endaþarmsmök, o.fl.) og vera frjór í hugsun til að láta aðalfund félagsins bera höfuð og herðar yfir aðrar samkuntur félagsins.

Bumbubananefndin/Íþróttaálfurinn - Svavar Viktorsson
Þessi nefnd skal skipuð heilsuhraustum einstaklingi sem skal reglulega reyna að vekja aðra félagsmenn til lífsins og fá þá í knattspyrnu, körfubolta, golf, sund, útihlaup, skvass eða aðra göfuga hreyfingu. Formaðurinn mun vera honum innan handar, líkt og öðrum félagsmönnum, hvað varðar pepp og myndun stemningar. Íþróttaálfinum er óheimilt að eiga samræði við aðra félagsmenn.

Öll breyting á embættum, mannaskipti og breyting á lögum skal fara fram á aðalfundi félagsins ár hvert. Þessi embættaskipan gildir því til 1. mars 2004, en þá er næsti aðalfundur félagsins og næstu lýðræðislegu kosningar verða haldnar þá.

Yðar einlægur formlegur formaður feminískra félagsmanna,
Úlf Viðar Níelsson.

miðvikudagur, maí 28, 2003

Næst

Er ekki málið að halda næsta smíðaklúbb einhvern tíma í ágúst, e.t.v. strax eftir verslunarmannahelgi?

Skipan mála verður þannig:

..........................................................Fjöldi.........Í þetta skiptið:
Forréttur/drykkur/eftireftirréttur.............. 1..............Úlf
Gestgjafi + aðalréttur.............................. 1..............Svavar
Eftirréttur ............................................1..............Svanur
Matarvín (valið m.t.t. aðalrétts)..................2..............Snorri+Maggi
Líkjör/Koníak/Framandi bjór/whatever.........2..............Kalli+Arnar

Tveir koma með það sama og síðast, en það er óumflýjanlegt að svo verði í hvert skipti ef fylgja á stafrófsröð (því það koma alltaf tveir með matarvín og líkjör/framandi bjór/whatever).

Svo er það málið varðandi útileigu í sumar - hvort/hvenær/hvernig/hvar/golf/veiði/bolti?

mánudagur, maí 26, 2003

Smíðasamkoma hin seinni

Laugardaginn 24. maí síðastliðin var haldið rólegt og virðulegt Evróvísion teiti að Eyjabökkum 8. Háttsemi og hegðun viðstaddra var til mikils sóma. KSJ eldaði dýrindis svínakjöt af grillinu með bökuðum kartöflum, salati og piparsósu. Með þessum ljúffenga málsverði druggu menn rauðvín (M+K) sem ku hafa verið afar bragðsmikið - þó einhverjir voru ekki í ástandi til að skera úr um það. Í eftirrétt var svo súkkulaðiterta "a la Tinna", skreytt jarðarberjum og kiwi, ásamt rjóma. Í eftireftirrétt var heimabakað nasl-meðlæti "a la Magga" og var því skolað niður með suðrænum Evróvision cocktail (Ú+A).

Miklar umræður voru allt kvöldið og létu menn í sér heyra. Ríkti sá siður að rétta upp hönd ef maður vildi orðið og tókst sú skipan með ágætum.

Viðstaddir voru:
Snorri (prúðmannleg framkoma)
Svanur (prúðmannleg framkoma)
Svavar (prúðmannleg framkoma)
Arnar (prúðmannleg framkoma)
Úlf (prúðmannleg framkoma)
Kalli (prúðmannleg framkoma)
Maggi (prúðmannleg framkoma)

Þó nokkrar myndir voru teknar þetta kvöld, en eftir ritskoðun urðu þær engar. Hins vegar hefur áfengis- og tóbaksvarnarráð ríkisins haft samband og lýst yfir áhuga á upptökum til að nota í nýja forvarnarherferð ráðsins. Því má gera ráð fyrir að sjá myndir frá þessari samkundu í sjónvarpi allra landsmanna innan skamms. Meðal efnis mun vera... [ritskoðað]. Vegna þessa innihalds hefur útvarpsráð gert þær kröfur að auglýsingin mun aðeins vera sýnd eftir klukkan 22 að kvöldi.

Að lokum vil ég óska Tyrklandi til hamingju með þeirra árangur - ég las dagblaðinu í dag að þeir hefðu unnið.



laugardagur, maí 24, 2003

Stofnfundur og árlegur aðalfundur - 1. mars

Snorri bauð til borðhalds kl. 20:00 að Leifsgötu og kokkaði hann Tagliatelle með kjúklingabringu, sveppum og sólþurrkuðum tómötum í rjómasósu. Skemmtikraftur í formi hunds var á staðnum (var þetta ekki annars hundur?). Aðrir viðstaddir voru:

Snorri
Svanur (seint í kladdann)
Svavar
Úlf
Kalli
Maggi
Arnar (vítaverð mæting)

Ú + A komu með rautt og hvítt, M + K buðu upp á litríka (flata?) austantjaldsbjóra og SS buðu upp á lokkandi ístertu að hætti Donald's (fremstir fyrir bragðið).

Heitar umræður urðu á þessu 14 ára afmæli bjórdagsins og eru bannorð á samkundum félagsins eftir þetta kvöld:
1. Vaka
2. Stúdentapólitík
3. Háskólakosningar
4. Írak

Nokkrar myndir af stofnfundinum má sjá hér að neðan, en fleiri myndir+hreyfimyndir má finna hér.



Úlf og Maggi gerast hýrir



Tara leikur listir fyrir Snorra



Svalur og Valur



Tíkurnar tvær



Arnar: "Þú verður að tala við kallinn.... talaðu við kallinn"


This page is powered by Blogger. Isn't yours?