<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 26, 2004

Af heimasíðu Íþróttaálfsins, 28. des. 2003.

"Í gær hélt Smíðaklúbburinn Naglinn eina af sínum víðfrægu samkundum og var gestgjafahlutverkið í mínum höndum að þessu sinni. Þessi boð hafa oftast nær verið æði skrautleg en gærkveldið var þó væntanlega það rólegasta hingað þrátt fyrir ansi mikla drykkju. Menn komu saman og snæddu kvöldverð saman í góðu yfirlæti þar sem rauð og hvítvín frá Ástralíu var við hönd. Það var sérstaklega valið þar sem hluti ágóða af sölu þess fer til hjálpar villtum kóalabjörnum í Ástralíu, gott framtak þar á ferð. Eftir mat fór fram ansi skemmtileg bjórkynning á belgísku öli. Báðar tegundirnar Primus og Orval voru afar sérkennilegar og ólíkar. Primusinn var ekkert sérstakur á leiðinni niður en ropinn var afbragð. Orvalinn var allskrítinn að flestu leyti, hann leit út eins og þvag í glasi, var frekar þykkur en sæmilegur á bragðið. Myndi ekki mæla með þessum bjórum en þeir vissulega slá út austurrísku bjórana Duckstein og Stiegel sem kynntir voru fyrr á þessu ári. Eftir sem líða fór á kveldið fór að glitta á gömlum siðum manna þ.e.a.s [ritskoðað] með meiru fór að klæða mann og annan úr buxum þar á meðal sjálfan sig. Hann ásamt þeim Magnúsi og Arnari tóku sig saman og stofnuðu tríó þar sem óvenjulegur en skemmtilegur söngur var í fyrirrúmi, allavega á meðan að [ritskoðað] og Arnar héldum sig í buxunum. Þetta kvöld var sem sagt hin mesta skemmtun, skrýtið en hefðbundið."

This page is powered by Blogger. Isn't yours?