<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 28, 2003

Næst

Er ekki málið að halda næsta smíðaklúbb einhvern tíma í ágúst, e.t.v. strax eftir verslunarmannahelgi?

Skipan mála verður þannig:

..........................................................Fjöldi.........Í þetta skiptið:
Forréttur/drykkur/eftireftirréttur.............. 1..............Úlf
Gestgjafi + aðalréttur.............................. 1..............Svavar
Eftirréttur ............................................1..............Svanur
Matarvín (valið m.t.t. aðalrétts)..................2..............Snorri+Maggi
Líkjör/Koníak/Framandi bjór/whatever.........2..............Kalli+Arnar

Tveir koma með það sama og síðast, en það er óumflýjanlegt að svo verði í hvert skipti ef fylgja á stafrófsröð (því það koma alltaf tveir með matarvín og líkjör/framandi bjór/whatever).

Svo er það málið varðandi útileigu í sumar - hvort/hvenær/hvernig/hvar/golf/veiði/bolti?

mánudagur, maí 26, 2003

Smíðasamkoma hin seinni

Laugardaginn 24. maí síðastliðin var haldið rólegt og virðulegt Evróvísion teiti að Eyjabökkum 8. Háttsemi og hegðun viðstaddra var til mikils sóma. KSJ eldaði dýrindis svínakjöt af grillinu með bökuðum kartöflum, salati og piparsósu. Með þessum ljúffenga málsverði druggu menn rauðvín (M+K) sem ku hafa verið afar bragðsmikið - þó einhverjir voru ekki í ástandi til að skera úr um það. Í eftirrétt var svo súkkulaðiterta "a la Tinna", skreytt jarðarberjum og kiwi, ásamt rjóma. Í eftireftirrétt var heimabakað nasl-meðlæti "a la Magga" og var því skolað niður með suðrænum Evróvision cocktail (Ú+A).

Miklar umræður voru allt kvöldið og létu menn í sér heyra. Ríkti sá siður að rétta upp hönd ef maður vildi orðið og tókst sú skipan með ágætum.

Viðstaddir voru:
Snorri (prúðmannleg framkoma)
Svanur (prúðmannleg framkoma)
Svavar (prúðmannleg framkoma)
Arnar (prúðmannleg framkoma)
Úlf (prúðmannleg framkoma)
Kalli (prúðmannleg framkoma)
Maggi (prúðmannleg framkoma)

Þó nokkrar myndir voru teknar þetta kvöld, en eftir ritskoðun urðu þær engar. Hins vegar hefur áfengis- og tóbaksvarnarráð ríkisins haft samband og lýst yfir áhuga á upptökum til að nota í nýja forvarnarherferð ráðsins. Því má gera ráð fyrir að sjá myndir frá þessari samkundu í sjónvarpi allra landsmanna innan skamms. Meðal efnis mun vera... [ritskoðað]. Vegna þessa innihalds hefur útvarpsráð gert þær kröfur að auglýsingin mun aðeins vera sýnd eftir klukkan 22 að kvöldi.

Að lokum vil ég óska Tyrklandi til hamingju með þeirra árangur - ég las dagblaðinu í dag að þeir hefðu unnið.



laugardagur, maí 24, 2003

Stofnfundur og árlegur aðalfundur - 1. mars

Snorri bauð til borðhalds kl. 20:00 að Leifsgötu og kokkaði hann Tagliatelle með kjúklingabringu, sveppum og sólþurrkuðum tómötum í rjómasósu. Skemmtikraftur í formi hunds var á staðnum (var þetta ekki annars hundur?). Aðrir viðstaddir voru:

Snorri
Svanur (seint í kladdann)
Svavar
Úlf
Kalli
Maggi
Arnar (vítaverð mæting)

Ú + A komu með rautt og hvítt, M + K buðu upp á litríka (flata?) austantjaldsbjóra og SS buðu upp á lokkandi ístertu að hætti Donald's (fremstir fyrir bragðið).

Heitar umræður urðu á þessu 14 ára afmæli bjórdagsins og eru bannorð á samkundum félagsins eftir þetta kvöld:
1. Vaka
2. Stúdentapólitík
3. Háskólakosningar
4. Írak

Nokkrar myndir af stofnfundinum má sjá hér að neðan, en fleiri myndir+hreyfimyndir má finna hér.



Úlf og Maggi gerast hýrir



Tara leikur listir fyrir Snorra



Svalur og Valur



Tíkurnar tvær



Arnar: "Þú verður að tala við kallinn.... talaðu við kallinn"


This page is powered by Blogger. Isn't yours?