<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 11, 2003

Skipað hefur verið embætti innan Smíðaklúbbsins samkvæmt meðfylgjandi deiliskipulagi:

Formaður - Úlf Viðar Níelsson
Skal hafa yfirumsjón með verkefnum annarra embætta og vera drifkraftur framkvæmda svo menn húki ekki einir í horni með smokk í annarri og klósettpappír í hinni. Formaður telst þannig ábyrgur fyrir reglubundnum samkomum og góðu félagslífi innan klúbbsins.

Ritari - Arnar Þór Stefánsson
Skal vera hægri hönd formanns og leysa formann af í fjarveru hans. Skal ennfremur skrá niður það helsta sem ber upp á hverjum fundi og setja það á heimasíðu félagsins eins og nú þegar er fordæmi fyrir. Hans fyrsta verk skal því vera að skrásetja atburði síðastliðinar helgar. Einnig er þess óskað að fyrsti ritari félagsins skrái lög félagsins og ber þau undir félagsmenn á næstu samkomu Smíðaklúbsins.

Gjaldkeri - Magnús Guðjónsson
Skal sjá um sameiginlegan fjárhag félagsmanna. Eftir erfiðan rekstur er fjárhagstaða félagsins nú í núlli og skal gjaldkeri byggja fjármagnsstofninn með langtímamarkmið í huga. Hugmynd um sameiginlegan fjárhag er mánaðarleg greiðsla í sjóðinn og svo ferð til fjarlægra landa eftir 3-4 ár. Viðskiptamenntun ekki nauðsynleg, en þó skal gjaldkeri hafa vott af áhættufælni í meðferð fjármuna félagsmanna.

Sumarferðarnefnd - Snorri Laxdal Karlsson og Karl Elinías Kristjánsson
Þessi nefnd skal vera skipuð tveimur einstaklingum sem munu skipuleggja árlega sumarferð félagsins, en í þeirri ferð skulu makar og aðrir fylgifiskar vera sérstaklega velkomnir.

Aðalfundarnefnd - Kristinn Svanur Jónsson
Þessa nefnd skal skipa einn einstaklingur. Hann skal sjá um afþreyingu á aðalfundi félagsins (annál, endaþarmsmök, o.fl.) og vera frjór í hugsun til að láta aðalfund félagsins bera höfuð og herðar yfir aðrar samkuntur félagsins.

Bumbubananefndin/Íþróttaálfurinn - Svavar Viktorsson
Þessi nefnd skal skipuð heilsuhraustum einstaklingi sem skal reglulega reyna að vekja aðra félagsmenn til lífsins og fá þá í knattspyrnu, körfubolta, golf, sund, útihlaup, skvass eða aðra göfuga hreyfingu. Formaðurinn mun vera honum innan handar, líkt og öðrum félagsmönnum, hvað varðar pepp og myndun stemningar. Íþróttaálfinum er óheimilt að eiga samræði við aðra félagsmenn.

Öll breyting á embættum, mannaskipti og breyting á lögum skal fara fram á aðalfundi félagsins ár hvert. Þessi embættaskipan gildir því til 1. mars 2004, en þá er næsti aðalfundur félagsins og næstu lýðræðislegu kosningar verða haldnar þá.

Yðar einlægur formlegur formaður feminískra félagsmanna,
Úlf Viðar Níelsson.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?